top of page

Steinunni í annað sæti

Ég gef kost á mér í 2. sæti í forvali Samfylkingarinnar fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor. Ég býð mig fram til að móta framtíð borgarinnar með skýra sýn og lausnamiðaða hugsun, í þágu almennings.

„Velferð í verki fyrir fjölskyldur
og framtíð borgarinnar.“ 

Ég vil láta hluti gerast. Ég trúi því að við getum leyst leikskólamálin, einfaldað kerfin og bætt líf fólks – með því að hlusta, forgangsraða og taka af skarið.

Ég sé fyrir mér borg sem stendur með fólki. Borg sem sinnir grunnþörfum vel, nýtir fjármagn af ábyrgð og skapar rými fyrir fólk að lifa góðu lífi, á hvaða æviskeiði sem það er statt. Borg þar sem tækifæri, velferð og samstaða mynda grunninn að öflugu og sanngjörnu samfélagi.

Ég hef unnið að ýmsum samfélagsmálum síðastliðin fimmtán ár; innan stofnana, félagasamtaka og einkageirans. Ég hef leitt verkefni sem snúast um að byggja upp ný úrræði, bæta þjónustu og móta stefnu sem skilar árangri. Það sem skiptir mig mestu máli er að lausnirnar virki, að við forgangsröðum því sem skiptir máli og látum hagsmuni almennings alltaf ráða för.

steinunn_vefupplausn-1.png

 Ég hef víðtæka reynslu af stefnumótun, samskiptum og stjórnun úr ólíkum áttum, bæði innan félagasamtaka, opinberra stofnana og einkageirans.

Stefnumálin

Ég býð mig fram til að gera Reykjavík betri – með festu í rekstri og velferð í verki. Fyrir fjölskyldur, börn og framtíð borgarinnar.
ChatGPT Image Jan 7, 2026 at 11_53_19 PM copy 2.png
Leysum leikskólavandann

Ég brenn sérstaklega fyrir því að leysa leikskólamálin í eitt skipti fyrir öll. Reykjavík á að geta boðið öllum börnum tímanlega upp á pláss í leikskóla og tryggt gott starfsumhverfi fyrir starfsfólk þeirra. Við eigum að efla leikskólana, ljúka nauðsynlegri uppbyggingu og forgangsraða fjármunum í þágu barna og fjölskyldna – ekki flytja vandann yfir á foreldra með skammsýnum tillögum.

ChatGPT Image Jan 7, 2026 at 11_53_19 PM copy.png
Húsnæði fyrir öll

Öruggt húsnæði er grundvöllur allrar velferðar. Reykjavík á að tryggja raunverulegt aðgengi að öruggu og hagkvæmu húsnæði, sérstaklega fyrir ungt fólk, ungar fjölskyldur og einstæða foreldra. Til þess þarf fjölbreytt framboð, uppbyggingu sem tekur mið af þörfum fólks og áframhaldandi stuðning við óhagnaðardrifin leigufélög svo fólk hafi raunverulega valkosti.

ChatGPT Image Jan 7, 2026 at 11_53_19 PM.png
Ábyrgur rekstur

Ég legg áherslu á að borgin sé rekin af ábyrgð og skynsemi. Rekstur Reykjavíkur á að vera traustur og gagnsær, þar sem forgangsraðað er í grunnþjónustu sem skiptir fólk máli. Við eigum að sinna viðhaldi áður en vandamál verða að krísum, einfalda ferla og fjarlægja óþarfa hindranir – hvort sem fólk er að byggja sér heimili, reka fyrirtæki eða skapa ný tækifæri.

Um mig

470188552_10160195106885938_264152096863057013_n.jpg
44833099_10156766616669181_2018233053972791296_n.jpg

Reynsla úr ólíkum áttum

Ég hef víðtæka reynslu úr félagasamtökum, opinberum stofnunum og einkageiranum þar sem ég hef starfað að ýmsum samfélagsmálum.

Ég starfa nú sem ráðgjafi hjá Aton, þar sem ég vinn að stefnumótun, greiningu og í samskiptamálum fyrir fyrirtæki, stofnanir og félagasamtök. Áður var ég talskona Stígamóta og sinnti þar einnig verkefnastjórn fræðslu, fjáröflunar og uppbyggingar úrræða. Ég hef leitt samstarfsverkefni við innlenda og erlenda aðila og unnið að stefnumótun í málefnum jafnréttis, velferðar og samfélagslegrar þjónustu.

Ég starfaði fyrir UN Women bæði á Íslandi og í Japan, auk þess að hafa verið sérfræðingur í mansalsmálum fyrir Innanríkisráðuneytið. Ég hef komið að fjölmörgum verkefnum sem snúa að því að bæta þjónustu, einfalda kerfi og efla stuðning við fólk í mismunandi aðstæðum.

Ég er með BA-próf í mannfræði frá Háskóla Íslands og MA í alþjóðasamskiptum frá Columbia-háskóla í New York.

Ég er gift Ragnari Heiðari Þrastarsyni landfræðingi og saman eigum við 9 ára tvíbura

9A2A5CD7-1619-4186-B8F2-7904A81CB79B.heic

Leggðu
framboðinu lið 

Hafðu samband

Takk fyrir stuðninginn! ❤

bottom of page